Samsetta lausnin inniheldur
- 1 stk. D060 Purkur
- 1 stk. DF051 Bjálkaskór 45 HG m/ Langró
- 1 stk. DF002 Snittteinn 100 M16 HG m/spori
- 1 stk. DF027 Bolti M10x60 HG. og Ró
Purkur
Purkur hentar vel til að grafa niður því það er ótrúleg festa sem hann nær í jarðvegi. Mikil jarðvegsfesta sem nær 300 kg togþyngd.
Hönnun stólpans gerir það að verkum að ef hann er grafinn niður og þjappað að honum þá þarf margfaldaða þyngd til að toga hann upp aftur.
Stólpinn er 50 kg en togþyngdin er 300 kg þegar hann er grafinn niður.
Purkur er framleiddur úr C45 (Mpa) steinsteypu.
Öflug 8mm járnagrind er í stólpanum sem tengist við múrhulsuna í toppnum.
Stærðir
- Þyngd 50 kg
- Togþyngd 300 kg
- Hæð 60 cm
- Toppur 15×15 cm
- Botn 30×30 cm
BJÁLKASKÓR 45 HG m/ Langró
Undir botn Bjálkaskósins er soðin 16mm langró sem passar fyrir Snitttein sem skrúfast í topp Dverganna,
þá er hægt að hæða- og stefnustilla Bjálkaskóinn svo hann passi í lárétta stöðu bjálkans sem í hann verður festur.
Langróin bætir enn betur hæðastillingu Bjálkaskósins og auðveldar uppsetningu.
Bjálkinn er svo festur með bolta M10x60.
Á hliðum Bjálkaskósins eru einnig göt fyrir skrúfur.
Bjálkaskórinn passar vel fyrir 45 mm (2″) dregara sem undirstaða undir sóplall.