Pallurinn byggður

Þegar byggja á pall eru nokkur atriði sem þarf að hafa í huga ef við viljum vanda til verka og láta pallinn endast. Hér er m.a. farið yfir hvort þurfi að jarðvegskipta, , dýpt á holum, hvaða undirstöður eru hentugar. hvaða efni er gott að nota í dregara, þverbita og klæðningu, bil milli dregara o.s.frv.

Sýningarpallur

Hér er notast við undirstöðuna Purk 60 cm háan sem á að vera grafinn niður í jarðveg.

Jarðvegur

Fyrst þarf að kanna hvort þörf sé á að skipta um jarðveg. Jarðvegur getur annað hvort verið úr frostlausri fyllingu og lyftir sér því ekki í frosti eða þá að hann er moldarkenndur og gljúpur og heldur því í sér vatni og lyftist við frost.

Moldarkenndur og gljúpur

Ef jarðvegur er moldarkenndur og gljúpur er nauðsynlegt að grafa holur og skipta um jarðveg í kringum undirstöðurnar. Ef þetta er ekki gert þá er möguleiki á að pallurinn lyftist og jafnvel skekkist með tímanum ef lyftingin er ekki jöfn á öllum stöðum. 
Dýpt á holum er gjarnan um 60 – 120 cm eða niður fyrir hugsanlegt frostmark. Síðan er fyllt með möl undir undirstöðurnar og meðfram þeim og þjappað.

Frostlaus fylling

Ef jarðvegur er frostlaus og fastur fyrir er hægt að velja undirstöður sem fara beint ofan á jarðveginn. Einnig er hægt að grafa þær beint í jarðveginn ef þörf er á meiri festu fyrir t.d. grindverk.

Moldarkenndur jarðvegur

Jarðvegur er þéttur og tekur í sig mikið vatn

Frostlaus fylling

Jarðvegur hleypir í gegnum sig vatni og lyftir sér ekki í frosti

 

Undirstöður

Stærð undirstaða fer eftir jarðvegi og notagildi.

Moldarkenndur og gljúpur

Hér er best að nýta sér Purk 60 cm eða Teit 80 cm. Þeir eru þá grafnir niður og skipt um jarðveg í kringum þá. Undirstöðurnar eru gjarnan látnar standa t.d. 10 cm upp úr yfirborði jarðvegs.

Frostlaus fylling

Fyrir pall er hægt að nýta sér Álf sem er 30 cm hár. Hann er þá settur ofan á frostfríu fyllinguna. Ekki þarf að grafa undirstöðuna því jarðvegurinn mun ekki lyfta sér.

Grindverk og skjólveggir

Fyrir grindverk í kringum pallinn og skjólveggi þá er val um Purk 60 cm eða Teit 80 cm. Þeir eru þá grafnir niður, undirstöðurnar eru gjarnan látnar standa t.d. 10 cm upp úr yfirborði jarðvegs. Val á undirstöðusteini fer eftir jarðvegsgerð, stærð á grindverki, fjarlægð á milli staura og vindálagi.
Mælt er með að hafa ekki meira en 120 – 140 cm á milli staura í girðingum sem eru allt að 2 metra háar.

Hönnun Dverganna

Hönnun Dverganna gerir það að verkum að þegar þeir eru grafnir niður þá margfaldast sú þyngd sem þarf til að taka þá upp aftur. Þannig er Purkur með 50 kg eigin þyngd en ef hann er grafinn niður þá þarf yfir 300 kg til að ná honum upp aftur

Álfur D030 - Undirstöður

Álfur

30 cm hár – 30 kg – Togþyngd 70 kg

Purkur D060 - Undirstöður

Purkur

50 cm hár – 50 kg – Togþyngd 300 kg

Teitur D080 - Undirstöður

Teitur

80 cm hár – 65 kg – Togþyngd 600 kg

 

Dregarar, þverbitar og klæðning

Pallur er byggður upp með undirstöðum, á þær fara dregarar einnig nefndir bjálkar, þeir eru grindin fyrir pallinn. Ofan á dregarana fara svo þverbitar sem settir eru þvert á dregarana og eru töluvert þéttari saman en þeir eru undirstaðan fyrir klæðninguna sem er loka hnykkurinn á pallinum.

Dregarar

Fyrir dregara er gjarnan notuð 45×145 eða 45×195 mm gagnvarin fura. Val á stærð dregara getur haft áhrif á fjarlægð milli undirstaða, því þarf að hafa í huga að fjarlægðin milli undirstaða verði ekki meiri en svo að pallurinn fari að dúa, þegar gengið eða hoppað er á honum. Semsagt ef valin er öflugri dregari er hægt að hafa lengra á milli undirstaða.
Dregararnir eru festir með tengistykkinu Bjálkaskór 45 á undirstöðurnar. Bjálkaskór 45 er þeim eiginleikum gæddur að auðvelt er að hæða- og stefnustilla hann svo nákvæmnin við niðursetningu á undirstöðum þarf ekki að vera jafnmikil.

Bil milli dregara er algengast 1,6 metrar en getur verið 1,2 – 1,8 metrar.

Þverbitar

Ofan á dregarana eru settir þverbitar úr gagnvarinni furu, 45×95 eða 45×120 mm, en stærð þeirra fer gjarnan eftir bilinu sem er á milli dregarana. Millibil þverbita er á milli 40 – 60 cm. Algengasta er að hafa 55 cm.

Til að festa þverbitana við dregarana er gott að nota þakásanker.

Klæðning

Sólpallurinn getur svo t.d. verið klæddur með gagnvarinni furu 27×95 cm eða öðru klæðningartimbri eftir vali hvers og eins. Best er að nota ryðfríar skrúfur til að festa klæðningarefnið niður. Haft er 5 mm bil milli klæðningarborða svo vatn eigi greiða leið niður og vegna þenslu í timbrinu. 

 

Dregari

Þverbiti

Klæðning

Þakásanker

 

DVERGAREIKNIR

Dvergareiknirinn reiknar út hvað þarf marga Dverga / undirstöður undir pallinn. Reiknirinn reiknar út fjöldann og tekur mið af því hvort húsveggur sé nýttur sem festing fyrir dregara. Nóg er fylla út lengd og breidd í metrum. Önnur gildi eru sett á algengustu stillingu. Reiknað er með ferköntuðum palli.

Forsendur – útskýringar

  • Lengd í metrum: Lengd palls í metrum
  • Breidd í metrum: Breidd palls í metrum
  • 1 hlið upp að húsvegg (lengd): Merkja hér við ef önnur lengdarhliðin á pallinum er upp að húsvegg
  • 1 hlið upp að húsvegg (breidd): Merkja hér við ef önnur breiddarhlið pallsins er upp að húsvegg
  • Bil milli undirstaða: Algengast um 2 metrar en getur verið milli 1,6 og 2,5 metrar
  • Bil milli dregara: Algengast um 1,6 metrar en getur verið 1,2 og 1,8 metrar

Smíðum sólpall

Við smíðuðum sólpall til að fara með á sýninguna Lifandi Heimili sem var í Laugardalshöll árið 2019. Þessi pallur var gerður til að sýna lausnir frá okkur en vert er að hafa í huga að stólparnir ættu að vera grafnir í jörðu. Við þurftum hinsvegar að geta tekið hann með okkur á sýningu og er hann því allur ofan jarðar.

Að öðru leyti sést hér hvernig hægt er að nýta sér lausninar frá okkur og hve auðvelt er að koma upp palli á skömmum tíma.