Spurt og Svarað

 

Já við erum með 3 leiðir í boði hvað varðar afhendingarmáta.

  1. Sótt í verksmiðju
  2. Sótt á afgreiðslustöð Flytjanda í þinni heimabyggð
    (Gildir ekki á höfuðborgarsvæðinu og á suðurnesjum)
  3. Heimsent að dyrum

Fjöldi dverga fer eftir ýmsu, t.d. stærð og lögun sólpallsins, stærð dregara sem notast er við og staðsetningu sólpalls (upp við húsvegg eða ekki). Þumalputtareglan er 1 dvergur á hverja 2m², miðað við 160cm á milli dverga, en það getur verið breytilegt eins og áður sagði.

Sem dæmi gæti 64m² ferkantaður pallur (8m x 8m), sem liggur ekki upp að húsvegg, haft allt frá 120cm upp í 200cm bil á milli dverga. Hver dvergur getur dekkað allt frá 1m² upp í 2,5m². En það fer eftir stærð dregara og hversu mikið pallurinn má „dúa“.

Liggi sólpallurinn hinsvegar upp að húsvegg sparast ein röð af dvergum og kemur þá dregari langsum á vegginn í staðinn. Og því stærri sem pallurinn er því færri dverga þarftu á hvern fermetra ásamt því að lögun pallsins hefur áhrif á fjölda stólpa sem þarf undir hann.

Bil á milli dverga undir sólpalli er allt frá 120cm til 200cm, það fer eftir stærð dregarans sem notaður er ásamt lögun og stærð pallsins, en því stærri sem pallurinn er því færri dverga þarftu á hvern fermetra. Hver dvergur getur dekkað allt frá 1m² upp í 2,5m². Jafnframt fer það eftir því hversu mikið pallurinn má „dúa“.

Sumir velja þá leið að steypa timburstaura sjálfir ofan í hólka á staðnum en eigi það að endast vel þarf rétta þekkingu, getu og góðan tíma.

Vert er að hafa í huga að þegar timbur er fest beint ofan í steypu mun timbrið fúna með tímanum. Það gerist vegna þess að timbrið dregur í sig raka úr steypunni og jarðveginum undir steypuhólknum og komist hvergi loft að þessum hluta timbursins nær það ekki að þorna á milli. Þess vegna eru mun meiri líkur á að timbrið fúni fyrr þegar þessi aðferð er notuð.

Þegar timbrið er, aftur á móti, fest ofan í tengistykki (bjálka- eða stauraskó) ofan á dverga loftar um það og það nær að þorna á milli, sem lengir líftíma timbursins verulega.

Dvergarnir eru framleiddir úr C45 (Mpa) steinsteypu og öflug 8mm járnagrind er í stólpanum sem gerir stólpann margfalt sterkari en staurasteypa.
Lögun dverganna tryggir jafnframt hámarksfestu í jarðveginum sem næst með því að nýta þyngd jarðvegsins næst þeim.
Að auki spara dvergarnir mikinn tíma við verkið og auðvelda vinnu í þröngum bakgörðum. Einnig gera tengistykkin verkið bæði auðveldara og nákvæmara þar sem einfalt er að fínstilla hæð og stefnu hvers staurs eftir að hann er festur niður.

Form dverganna tryggir hámarksfestu í jarðvegi sem næst með því að nýta þyngd jarðvegsins næst þeim. Þannig taka þeir með sér jarðveg umhverfis þá sem oft er margföld eigin þyngd þeirra.

Almenna reglan er að fylling fyrir stólpa í jörðu þarf að vera þjappanleg og frostfrí. Góð fylling þarf að ná a.m.k. botnbreidd dvergsins niður fyrir hann og til hliðar við hann. Hægt er að nota tré staur til að þjappa meðfram stólpanum þegar búið er að fylla upp í kringum hann.

Burðargeta og togþol skerðast um allt að 50% þegar góð fylling er illa þjöppuð. Góð þjöppun er því mikilvægasti þátturinn í burðargetu og togþoli dverganna. Dvergana má þó alveg grafa niður í óþjappaða fyllingu eða jafnvel mold. Burðargeta þeirra og togþol er samt sem áður mun meira en í hefðbundnum stólpum. Þá má gera ráð fyrir því að þeir geti allt að 4-5 faldað eigin þyngd sína í jörðinni.

Við aðstoðum þig gjarnan við að finna bestu lausnina fyrir þitt verkefni og svara öllum þeim spurningum sem þú gætir haft, hikaðu ekki við að hafa samband við okkur í síma 577-6700 eða með tölvupósti á islandshus@islandshus.is.

Form dverganna tryggir hámarksfestu í jarðveginum sem næst með því að nýta þyngd jarðvegsins næst þeim.

Hólkur sem steypt er í á staðnum gæti vegið 50 kg og þarf þá ekki meira átak en eigin þyngd (50 kg) til að losa hann upp úr jörðinni. Til samanburðar er Dvergurinn Purkur 50 kg en til þess að losa hann upp úr jarðveginum þarf að lágmarki 300 kg átak.

Lögun Dverganna gerir það að verkum að þeir sitja mjög fastir í jarðveginum og skríða ekki upp úr jörðinni við frostbreytingar eins og dæmi eru til um hólkana.