Tækniupplýsingar 

 


HÖNNUNIN

DVERGARNIR eru ný hönnun á stólpum undir sumarhús, bílskýli og smáhýsi, sólpalla, girðingar, öryggisgirðingar, göngustíga, skilti, flaggstangir, stiga, brýr, íþrótta- & leiktæki, afmarkanir bílastæða & svæða o.fl.


Hönnuninn, styrkurinn og léttleikinn tryggja betri undirstöðu og festu í jarðvegi. Hönnun stólpanna skilar um 35% léttari einingum en sléttir stólpar sem gerir þá meðfærilegri og tryggir jafnframt mun betri festu í jarðvegi en hefðbundnar undirstöður. 16mm innsteypt heitgalvanhúðuð múrhulsa í toppi stólpanna gefur möguleika á hæðar- og stefnustillingum með snittteinum í mismunandi lengdum, hún er einnig festing fyrir ýmsar tegundir af heitgalvanhúðuðum festingajárnum og tengistykkjum.

 


STYRKUR


Í DVERGANA er notuð sjálfútleggjandi C45 (Mpa) gæðasteypa sem er mjög veðurþolin og uppfyllir miklar kröfur um styrk og endingu fyrir forsteyptar einingar sem verða fyrir miklu veðurálagi, úrkomu og frosti. DVERGARNIR eru hannaðir með það markmiði að lágmarka þyngd þeirra til að auðvelda almenna meðhöndlun, sérstaklega við erfiðar aðstæður í bakgörðum og úti í náttúrunni við sumarhús og víðar. Form þeirra tryggir á móti hámarks festu í jarðvegi sem fæst með því að nýta þyngd jarðvegsins næst þeim. Þannig taka þeir með sér jarðveg umhverfis þá sem er oft margföld eigin þyngd þeirra.

 

Í DVERGUNUM er 8mm steypustyrktarstál sem er suðuhæft kambstál. Í hverjum stólpa er að lágmarki stálgrind með fjórum lóðréttum stöngum og lykkju í botni, en mismunandi útfærsla á stálgrind, járnastærð og magni af steypustyrktarstáli fer eftir stærð og notagildi hvers stólpa. Stálið eykur styrk stólpana og tengist 16mm innsteyptri múrhulsu sem er í toppi stólpanna. Þetta tryggir örugga boltafestingu þeirra hluta sem festir eru á stólpana, allt eftir þörfum og aðstæðum hverju sinni.

 

ÍSLENSK HÖNNUN

DVERGARNIR og tengistykki þeirra eru sprottin af íslenskri hönnun og hugviti. Framleiðsla DVERGANNA fer fram á Íslandi og er atvinnuskapandi. Tengistykki DVERGANNA eru einnig íslensk framleiðsla, hönnuð fyrir íslenskar aðstæður og notagildi.

Í DVERGANA er innsteypt sérhönnuð járnagrind sem tengd er 16mm innsteyptri heitgalvanhúðaðri múrhulsu í toppi stólpanna sem gefur möguleika á hæðar- og stefnustillingum og er festing fyrir ýmsar tegundir festi- og tengistykkja. Þess vegna eru DVERGARNIR engir venjulegir stólpar. Form þeirra, burðarhönnun og fjölbreytilegt notagildi er kostur sem engir aðrir stólpar geta státað af.

 


GÆÐAKERFI

Í öllum forsteyptum framleiðsluvörum Íslandshúsa eru innstimplaðar merkingar sem lýsa heiti, þyngd vörunnar, framleiðanda og framleiðslunúmeri. Með innra gæðaeftirliti fyrirtækisins er framleiðsluferlið rekjanlegt, sé þess þörf vegna gæðamála. Ath. uppgefnar þyngdir framleiðslunnar geta verið breytilegar +/- 5%.

 


SKRÁSETT VÖRUMERKI

ÍSLANDSHÚS® OG DVERGARNIR® eru skrásett vörumerki og óheimilt er að nota þau með einhverjum hætti án leyfis Íslandshúsa ehf. DVERGARNIR, tengistykkin og önnur framleiðsla Íslandshúsa er varin með Hönnunarvernd skráðri hjá Einkaleyfastofu.