STEYPUMÚFFA M16 HG með steyputeini
16 mm skrúfmúffa með 18 mm steypustyrktarjárni 20 cm löngu.
Steypumúffan er stillt af og lögð í steypu sem steypt er á staðnum,
t.d. þegar verið er að reisa jarðveggi á lóðarskilum eða steyptar gangstéttir og
staðsteypta stólpa undir sólpalla og girðingar/grindverk.
Þá er mögulegt að nýta allar tegundir tengistykkjanna ofan á staðsteypt mannvirki.
Stærðir
- Boltastærð M16
- Lengd 250 mm