Pallurinn byggður
Þegar pallurinn er byggður þarf að hafa í huga hvaða pallaefni skal nota og hvernig jarðvegurinn er undir. Hér er m.a. farið yfir hvaða efni er gott að nota í dregara, bita og klæðningu, bil milli dregara, dýpt á holum, hvaða undirstöður eru hentugar, hvernig jarðvegurinn er, klæðning á palli og hvernig festingar er gott að nota.
Jarðvegur
- Ef jarðvegur er moldarkenndur og gljúpur er nauðsynlegt að grafa holur og setja niður undirstöður fyrir dregarana með 1,6 – 2,5 metra millibili. Algengast er að hafa 2 metrar millibil. Dýpt á holum er gjarnan um 70-80 sentimetrar eða niður fyrir frostmark. Síðan er fyllt með möl undir undirstöðurnar.
- Ef jarðvegur er frostlaus og fastur fyrir er hægt að velja undirstöður sem fara beint ofan á jarðveginn. Sama millibil milli dregara gildir og hér að ofan.
Undirstöður
- Stærð undirstaða fer eftir jarðvegi og notagildi.
- Fyrir pall er hægt að nýta sér Álf sem er 30 sentimetrar hár. Hann er þá settur ofan á frostfría fyllingu.
- Fyrir grindverk í kringum pallinn þá er val um Purk 60 sentimetrar og Teit 80 sentimetrar. Þeir eru þá grafnir niður. Hvort er valið fer eftir stærð á grindverki og vindálagi.
Dregarar, bitar og klæðning
- Fyrir dregara er gjarnan notuð 45×145 millimetrar gagnvarin fura. Ef valin er önnur stærð af dregara þarf að athuga bilið á milli undirstaða annars vill pallurinn fara dúa. Dregararnir eru festir með Bjálkaskóm 45 á undirstöðurnar. Bil milli dregara er algengast 1,6 metrar en getur verið 1,2-1,8 metrar.
- Ofan á dregarana eru settir bitar úr gagnvarinni furu, 45×95 millimetrar eða 45×120 millimetrar, en stærð þeirra fer gjarnan eftir bilinu sem er á milli dregaranna. Millibil er á milli 40-60 sentimetrar. Algengasta er að hafa 55 cm. Til að festa bita við dregara er gott að nota þakásanker.
- Sólpallurinn getur svo verið klæddur með gagnvarinni furu 27×95 sentimetrar. Best er að nota ryðfríar skrúfur til að festa klæðningarefnið niður. Haft er 5 millimetrar bil milli klæðningarborða.
Pallareiknir
Pallareikninr fyrir fjölda af undirstöðum sem þarf í verkið. Reiknar út fjöldann og tekur mið af því hvort húsveggur sé nýttur sem festing fyrir dregara. Nóg er fylla út lengd og breidd í metrum. Önnur gildi eru sett á algengustu stillingu. Reiknað er með ferköntuðum palli.
Stillingar
- Lengd: Lengd palls í metrum
- Breidd: Breidd palls í metrum
- 1 hlið upp að húsvegg (lengd): Merkja hér við ef lengdarhliðin á pallinum er upp að húsvegg
- 1 hlið upp að húsvegg (breidd): Merkja hér við ef breiddarhlið pallsins er upp að húsvegg
- Bil milli undirstaða: Algengast 2 metrar en getur verið milli 1,6 og 2,5 metrar
- Bil milli dregara: Algengast 1,6 metrar en getur verið 1,2 og 1,8 metrar