VIÐSKIPTASKILMÁLAR

Viðskiptaskilmálar fyrir vefverslun Íslandshús ehf.

Þessi skilmáli gildir um sölu á vöru og þjónustu Íslandshúsa ehf til neytenda.
Skilmálinn, sem staðfestur er með staðfestingu á kaupum, er grunnurinn að viðskiptunum.

Viðskiptaskilmálar vegna kaupa á vöru og þjónustu í gegnum vefverslun Íslandshúsa hlýta almennum lögum um neytendasamninga ásamt lögum um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu.

 


Seljandi / Kaupandi

Hér eftir er Seljandi, Íslandshús ehf, Bogatröð 13, 262 Reykjanesbæ, kennitala 571085-2329, virðisaukaskattsnúmer 96144. Kaupandi er sá aðili sem er skráður kaupandi á reikning.

 


Gildistími

Skilmálar þessir gilda frá 1. maí 2020.

 


Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

 


Lög og varnarþing

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur.

 


Order

Pöntun er bindandi þegar hún er skráð á netþjón seljanda. Það gerist þegar kaupandi hefur staðfest pöntun. Seljandi er einnig bundinn til að afgreiða pöntun kaupanda svo lengi sem hún er í samræmi við vöruúrval og verðlagningu. Allar pantanir þar sem grunur um að brögð séu í tafli og/eða þar sem hugbúnaðargalli hefur áhrif eru afturkallaðar. Kaupandi hefur rétt á að rifta kaupum samkvæmt lögum um neytendakaup, sjá nánar í grein 11.

Seljandi sendir kaupanda staðfestingu þegar pöntun er skráð, þó aðeins ef kaupandi hefur skráð netfang sitt við kaupin. Kaupanda er bent á að kynna sér gaumgæfilega pöntunarstaðfestingu þegar hún berst. Einnig ætti að ganga úr skugga um að hún sé í samræmi við fyrirhugaða pöntun. Frávik frá pöntun og pöntunarstaðfestingu skal túlkað sem nýtt tilboð frá seljanda sem að hægt er að afþakka eða samþykkja. Kaupandi hefur einnig rétt til að láta upprunalega pöntun gilda svo lengi sem hún er í samræmi við það sem seljandi bauð upp á.

Seljandi veitir upplýsingar um vörur eftir bestu vitund hverju sinni. Seljandi birtir allar upplýsingar með fyrirvara um bilanir, vírusa, prent-, birtingar- og innsláttarvillur í texta, verðum og myndum. Vöruúrval getur verið mismunandi milli vefverslunar og verslunnar. Ennfremur áskilur seljandi sér rétt til að aflýsa í heild eða að hluta til pöntun kaupanda ef varan er uppseld. Undir þeim kringumstæðum fær kaupandi tilkynningu ásamt upplýsingum um hvað gæti mögulega hentað í staðinn. Kaupandi fær þá möguleika á að samþykkja þá tillögu eða aflýsa pöntun í heild sinni.

 


Verð

Verð eru stöðugt að breytast hjá seljanda vegna samkeppni og verðbreytinga birgja. Verðhækkanir sem verða eftir pöntun viðskiptavinar eru ekki afturkræfar. Það verð gildir sem var í gildi þegar pöntun var gerð og kemur fram á pöntunarstaðfestingu.. Heildarkostnaður er tekinn fram áður en kaupandi staðfestir pöntun endanlega. Þar er tekinn fram allur kostnaður við pöntun s.s. þjónustu, sendingu o.s.frv. Aðeins sértilfelli geta haft með sér aukakostnað eftir pöntunarstaðfestingu. Sem dæmi má nefna eru bilanir, vírusar, prent-, birtingar- og innsláttarvillur í texta, verðum og myndum.

 


Greiðslufyrirkomulag

Hægt er að inna greiðslu af hendi með greiðslukorti. Tekið er við öllum kortategundum sem Borgun býður upp á, Mastercard, Visa, Amex, Diners, CUP og JCB. Þegar greitt er með greiðslukorti er upphæðin skuldfærð við staðfestingu pöntunarinnar í vefverslun. Ef greiðsla berst ekki, áskilur seljandi sér rétt til að aflýsa pöntuninni.

 

Einnig er hægt að greiða með banka millifærslu. Pöntun fer ekki af stað fyrr en greiðsla hefur borist. Pöntunarnúmer skal notast við sem tilvísun.

Reikningsupplýsingar:
Bank: 0542
Ledger: 26
Account number: 571085
EIN: 571085-2329

 

 


Afhending

Afhending telst vera innan eðlilegra tímamarka frá útgáfudegi reiknings. Ef afhendingu seinkar mun seljandi tilkynna það til kaupanda ásamt upplýsingum um hvenær pöntunin verður tilbúin til afhendingar eða bjóða staðgengilsvörur ef varan er uppseld. Allar skemmdir á vörum af hendi flutningsaðila eru á þeirra ábyrgð og að fullu bætt gagnvart viðskiptavini. Skemmdir eftir að vara hefur verið afhent er á ábyrgð kaupanda.

 


Ábyrgð

Eftir að kaupandi hefur móttekið pöntunina þarf hann að kanna hvort hún sé í samræmi við pöntunarstaðfestinguna, hvort eitthvað hafi skemmst í flutningi og að allar vörur séu samkvæmt vörulýsingu og ógallaðar. Skilmálar þessir gera ráð fyrir að kaupandi hafi lesið og kynnt sér leiðbeiningar og/eða handbók sem fylgja keyptri vöru við afhendingu. Eðlilegur athugunartími viðskiptavinar telst vera innan 30 daga. Eftir 30 daga áskilur seljandi sér rétt til að sannreyna staðhæfingu kaupanda innan eðlilegra tímamarka áður en leyst er úr umkvörtunarefni kaupanda.

Ef að varan er gölluð eða það vantar eitthvað í vöruna er seljanda skylt að bjóða kaupanda viðgerð, nýja vöru, afslátt eða afturköllun kaupa. Það fer eftir atvikum hvaða leið er valin hverju sinni. Tilkynning á galla verður að berast munnlega eða skriflega. Mælt er með að tilkynningin berist innan 30 daga frá því galli uppgötvast. Vegna skráningargildis er mælt með að kaupandi sendi tölvupóst um gallann og geymi afrit. Seljandi sendir staðfestingu til baka um móttöku tölvupóstsins. Réttur til að fá galla bættan er í 2 ár. Seljandi áskilur sér rétt til að sannreyna að varan sé gölluð, þó innan eðlilegra tímamarka.

Ábyrgðarskilmálar vegna kaupa á vöru og þjónustu í gegnum vefverslun Íslandshúsa hlýta almennum lögum um neytendasamninga ásamt lögum um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu.

Ábyrgð til einstaklinga: 2 ár
Ábyrgð til fyrirtækja: 1 ár

 


AFHENDINGARMÁTAR

 

SÓTT Í VERKSMIÐJU

Sótt í verksmiðju er án kostnaðar.

Address:
Bogatröð 13
262 Reykjanesbæ

 

SÓTT Á AFGREIÐSLUSTÖÐ FLYTJANDA

Sótt á afgreiðslustöð Flytjanda er án kostnaðar.

Pöntunin er skráð á viðkomandi heimilsfang hjá Flytjanda og er merkt sótt á stöð. Flutningsaðili fer með vörurnar á stöð næst þínu heimilisfangi. Ekki er hægt að fá afgreitt á stöð á Höfuðborgarsvæðinu eða Suðurnesjum.

Afgreiðslustaðir Flytjanda

Pöntun er afgreidd til flutningsaðila innan 2 virkra daga frá því pöntun er gerð.

 

SENT HEIM AÐ DYRUM

Sent heim að dyrum er án kostnaðar  

Pöntunin er send heim að dyrum milli kl. 8 og 17 á virkum dögum.
Pöntun er afgreidd til flutningsaðila innan 2 virkra daga frá því pöntun er gerð.

 


SKILARÉTTUR

Skilaréttur á vörum er 30 dagar frá dagsetningu kvittunar fyrir kaupum. Viðskiptavinum býðst full endurgreiðsla sem jafngildir upphaflegu kaupverði samkvæmt kvittun.

 

Skil á vörum er háð eftirfarandi skilyrðum:

  • Að framvísað sé kvittun fyrir kaupum á viðkomandi vöru
  • Að varan teljist í söluhæfu ástandi
  • Að allir aukahlutir sem fylgja eiga vörunni séu til staðar
  • Að ekki hafi verið átt við vöruna, bætt við eða hlutir teknir af
  • Að ekki sé búið að breyta útliti vörunnar með málningu eða öðrum yfirborðsefnum
  • Að varan sé ekki sérpöntuð eða sérsniðinn að þörfum viðskiptavinar
  • Að útlit vöru sé eins og við móttöku og ekki orðið fyrir veðrun, hnjaski eða álíka

Íslandshús áskilur sér rétt til að hafna skilum á vörum eða neita viðskiptavini um fulla endurgreiðslu séu ofangreind skilyrði ekki uppfyllt.
Starfsmenn Íslandshúsa geta ákveðið að taka á móti vöru þó ofangreind skilyrði séu ekki uppfyllt og fær viðskiptavinur þá endurgreitt að hámarki 70% af kaupverði.
Athuga skal að endurgreiðsla vegna skila á vöru nær aðeins til kaupverðs vöru en annar kostnaður sem fellur til m.a. vegna flutnings á vöru er á ábyrgð viðskiptavinar.

 


LÖG UM NEYTENDASAMNINGA OG RAFRÆN VIÐSKIPTI

Hér að neðan eru hlekkir til að nálgast lögin um neytendasamning ásamt lögum um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu.

Lög um neytendasamninga Lög um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu

 


GREIÐSLUGÁTT BORGUNAR

Greitt er í gegnum greiðslugátt Borgunar og eru því engar kortaupplýsingar geymdar hjá Íslandshús. Upplýsingar sem safnast í Körfuna um vörur og kaupandann er deilt með Borgun til að geta klárað kaup og framfylgt lögum um rafræn viðskipti.

Hlekkur fyrir neðan er á heimasíðu Borgunar þarsem viðskiptaskilmálar þeirra eru að finna.

Viðskiptaskilmálar Borgunar